um listamanninn

Hanna Ragnarsson er uppalin í Borgarnesi en hún er einnig þekkt undir nafninu Hanna Ágústa Olgeirsdóttir.

Hanna lauk bakkalárprófi frá Tónlistarháskólanum í Leipzig árið 2022 þar sem hún nam söng undir leiðsögn Prof. Carola Guber. Hanna stundaði áður söngnám við Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan framhaldsprófi undir leiðsögn Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Vorið 2016 hlaut hún styrk úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar til náms í Söngskólanum og í febrúar 2021 styrk úr minningarsjóði Heimis Klemenzsonar.

Hanna söng hlutverk Papagenu í Töfraflautunni í Theater Rudolstadt sumarið 2021 undir stjórn Oliver Weder í leikstjórn Naima Märker og var auk þess einn sigurvegara keppninnar Ungra Einleikara á vegum LHÍ og SÍ sama ár og söng einsöng á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í maí 2022.

Hanna hefur reynslu af leikstjórn og leikritaskrifum, en hún fór t.a.m í starfsnám í óperuleikstjórn hjá leikstjóranum Susanne Knapp vorið 2022. Síðastliðið sumar söng hún einsöng á Reykholtshátíð og fór einnig með hlutverk Óla Lokbrár í uppsetningu Kammeróperunnar á Hans og Grétu í Tjarnarbíói í desember. Hanna var sigurvegari söngkeppninnar Vox Domini í byrjun árs 2024 og hlaut þar einnig titillinn Rödd Ársins. Hanna hefur fengist við leikhús- og kvikmyndagerð meðfram tónlistinni og leikstýrði sinni fyrstu stuttmynd sumarið 2023, Anima Mea, sem kemur út í maí 2025. 

Hanna stundar nám á Sviðshöfundabraut við Listaháskóla Íslands.

Verkefni

  • Einsöngur

    Hanna er Listamanneskja Borgarbyggðar 2024 og hér má sjá hvað hún hefur verið að fást við í söngnum undanfarið

  • Leikstjórn

    Hanna stundar nám á Sviðshöfundabraut við Listaháskóla Íslands

  • Söngkennsla

    Hanna tekur að sér einkatíma í söngkennslu auk raddþjálfunar fyrir sönghópa og kóra