Back to All Events

Hádegistónleikar í Hafnarborg

Þriðjudaginn 4. mars kl. 12 bjóðum við ykkur velkomin á næstu hádegistónleika í Hafnarborg en þá verður söngkonan Hanna Ágústa Olgeirsdóttir gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda tónleikaraðarinnar. Á efnisskrá tónleikanna, sem bera yfirskriftina „Daður og Drama“, verða vel valdar aríur úr óperum og óperettum eftir Verdi, Mozart, Lehár og Catalani.

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, sem hafa verið fastur liður í dagskrá safnsins síðan 2003. Þar hefur Antonía fengið til liðs með sér marga af fremstu söngvurum landsins en markmiðið með tónleikunum að veita gestum tækifæri til að njóta lifandi tónlistarflutnings í góðu tómi. Þá fara hádegistónleikarnir að jafnaði fram fyrsta þriðjudag hvers máAnaðar yfir vetrartímann.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið opnar kl. 11:30 og tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

---

Midday Concert at Hafnarborg – Hanna Ágústa Olgeirsdóttir with Antonía Hevesi

Tuesday March 4th at 12 p.m., soprano Hanna Ágústa Olgeirsdóttir will perform at the next Midday Concert at Hafnarborg, as this month’s guest of Antonía Hevesi, pianist and artistic director of the concert series.

The concert starts promptly at 12 p.m., lasting for approximately half an hour. The doors open at 11:30 a.m. and the concert is open to all, as long as seating is available. Free entry.

Previous
Previous
February 26

dietrich