
Leikhús * Ópera * List
Haustið 2012 hóf Hanna nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Kristni Erni Kristinssyni. Vorið 2016 hlaut Hanna styrk úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar til náms í Söngskólanum, þaðan sem hún útskrifaðist vorið 2017. Í febrúar 2021 hlaut Hanna styrk úr minningarsjóði Heimis Klemenzsonar. Hanna lauk bakkalárprófi í júlí 2022 frá Tónlistarháskólanum í Leipzig undir leiðsögn Prof. Carola Guber
Hanna hefur reynslu af leikstjórn og leikritaskrifum, en hún fór t.a.m í starfsnám í óperuleikstjórn hjá leikstjóranum Susanne Knapp vorið 2022 og stundar nú nám á Sviðshöfundabraut við Listaháskóla Íslands
Hanna er söngkennari að mennt og hefur mikinn metnað fyrir því að gera kennsluna skemmtilega og persónulega fyrir nemendur. Hægt er að bóka söngtíma og raddþjálfun hér
Verkefni
-
Einsöngur
Hanna er Listamanneskja Borgarbyggðar 2024 og hér má sjá hvað hún hefur verið að fást við í söngnum undanfarið
-
Leikstjórn
Hanna stundar nám á Sviðshöfundabraut við Listaháskóla Íslands, hér má sjá safn leikrita og annara ritverka hennar
-
Kennsla
Hanna tekur að sér einkatíma í söngkennslu auk raddþjálfunar fyrir sönghópa og kóra. Smellið hér fyrir neðan til að bóka tíma!