Einsöngur
Hanna hefur komið víða við og sungið einsöng á Íslandi sem og á meginlandi Evrópu. Síðastliðin sumur hefur hún sungið einsöng á Reykholtshátíð en hún fór einnig með hlutverk Óla Lokbrár í uppsetningu Kammeróperunnar á Hans og Grétu, var nýlega sigurvegari söngkeppninnar Vox Domini og hlaut þar einnig titillinn Rödd Ársins. Hanna er Listamanneskja Borgarbyggðar 2024 og hér að neðan má sjá hvað hún hefur verið að fást við í söngnum undanfarið.

Mozart Requiem
Sálumessa Mozarts er eitt þekktasta verk veraldarinnar. Hanna söng sópran-sóló verksins í janúar með Óperukórnum í Reykjavík undir stjórn Arons Cortes við góðar undirtektir.
Vínartónleikar
Stórskemmtilegir tónleikar Kirkjukórs Akraness undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Hanna söng einsöng ásamt Gissuri Páli Gissurarsyni, Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur og Björgu Þórhallsdóttur, ásamt því að sjá um kynningar með Sigríði Ástu Olgeirsdóttur.
Jólatónleikar Hljómlistafélags Borgarfjarðar
Árlegir tónleikar Hljómlistafélagsins voru haldnir í Hjálmakletti og meðal einsöngvara voru Hanna Ágústa, Þóra Sif og Stefán Hilmarsson. Stórskemmtileg og fjölbreytt skemmtun!
Óperugala
Óperugala í Hljómahöll, Reykjanesbæ undir stjórn Jóhanns Smára Sævarssonar.
Ljóðatónleikar
Hanna Ágústa og Viðar Guðmundsson héldu saman ljóðatónleika
í Norðurljósum á Menningarnótt og auk þess í Borgarneskirkju. Flutt
voru verk meðal annars eftir Sigvalda Kaldalóns og Jórunni Viðar.